Fréttir

Stjórnarfundur 22.04.1985

Fundurinn var haldinn að heimili formanns, Elínar Jakobsdóttur. Fundinn sátu Elín Jakobsdóttir, Sigurður Karlsson, Guðrún Sveinsdóttir, Monika Blöndal og Guðbjörg Alfreðsdóttir.

Tvö aðalmál voru á dagskrá.

1. Líbanaon. Monika hafði fengið fréttir frá lögfræðingnum þar um að hann gæti hugsanlega fengið börn þaðan ef ástandið batnaði. Ákveðið var að Monika skrifaði og fengi meiri upplýsingar t.d. kostnað ofl. 

2. Tyrkland. Lögfræðingurinn þar hafði látið í ljós áhuga á að koma til Íslands. Ákveðið var:
Monika hringir til hans til að vita hvort hann sá á leiðinni til Þýskalands. Hægt væri að bjóða honum þaðan en alls ekki alla leið.

Guðbjörg Alfreðsdóttir.


Svæði