Fréttir

Stjórnarfundur 23.05.2012

Stjórnarfundur 23. maí 2012

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 20:00

Mættir:
Anna Kristín Eiríksdóttir
Árni Sigurgeirsson
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir 

Kristinn Ingvarsson sat einnig fundinn. Stjórn samþykkti fundargerð síðasta stjórnarfundar með viðbót við liði 1 og 4 í fundargerð sem farið var yfir stjórnarfundi dags. 1. maí 2012.

Mál á dagskrá:

1. Tillaga að vinnureglum fyrir stjórnarfundi
2. Starfsemi skrifstofu (ráðning starfsmanns)
3. Ættleiðingar frá Kólumbíu (erindi félagsmanna)
4. Upprunaleit (erindi frá framkvæmdastjóra)
5. Önnur mál

1. Tillaga að vinnureglum fyrir stjórnarfundi.
Formaður stjórnar leggur fram tillögu að vinnureglum fyrir stjórnarfundi.
a. Fundi skal að jafnaði boða með þriggja daga fyrirvara hið minnsta og skal tímasetja þá í samræmi við fundaráætlun stjórnar nema brýna nauðsyn beri til.
b. Formaður boðar til funda.
c. Starfsmaður skrifstofu skal að jafnaði sitja fundi og rita fundargerð sem borin verður undir fundarmenn í tölvupósti að morgni næsta dags.

Tillaga formanns að vinnureglum er samþykkt af stjórn.

2. Starfsemi skrifstofu
Umræður um ráðningu á nýjum starfsmanni. 60 umsóknir bárust um stöðu starfsmanns á skrifstofu.

Rætt um starfslokaviðtal við fráfarandi starfsmann skrifstofu. Framkvæmdastjóri tekur starfslokaviðtal við undirmann sinn, færir hennir þakklætisvott og kveðju frá stjórn félagsins.

3. Ættleiðingar frá Kólumbíu – erindi félagsmanna. Trúnaðarmál.

4. Upprunaleit 

Þriðjudaginn 29. maí 2012 mun Íslensk ættleiðing bjóða félagsmönnum að horfa á heimildarmyndina Ingen Svensson Längre þar sem sögð er saga Emilio Cuesta sem ættleiddur var frá Kólumbíu til Svíþjóðar og leit hans að uppruna sínum. Í framhaldinu mun Árni Sigurgeirsson stjórnarmaður setja á laggirnar hóp fyrir þá félagsmenn sem vilja leita uppruna síns með milligöngu og aðstoð Íslenskrar ættleiðingar.

5. Önnur mál
Formaður hefur verið í samskiptum við ráðherra og óskað eftir fundi.

Formaður upplýsir um stöðu í starfshóp um nýja ættleiðingarlöggjöf.

Umræður um erindi frá félagsmanni.


Fundi slitið kl. 22:10.

Vigdís Ósk Sveinsdóttir


Svæði