Stjórnarfundur 24.05.2011
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 24. maí 2011 kl. 20.00
Mættir:
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Jón Gunnar Steinarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.
Mál á dagskrá:
1. Húsnæðismál
2. Starfshópur um endurskoðun ættleiðingarlaga
3. Önnur mál
1. Húsnæðismál
Húsnæðisnefndin mun fara í að skoða möguleika á nýju húsnæði fyrir vikulok. Stjórn mun funda á þriðjudag eftir viku og taka til skoðunar hvaða möguleikar séu í boði.
2. Starfshópur um endurskoðun ættleiðingarlaga
Búið er að skipa starfshóp á vegum innanríkisráðuneytisins til að endurskoða lög um ættleiðingar. Til stendur að skila áfangaskýrslu í júlí n.k. Drög að nýjum lögum og þjónustusamningi eiga að liggja fyrir í árslok.
3. Önnur mál
Tillaga að bráðabirgðaákvæði um að fá leiðbeiningar við ákvæði í reglugerð þar sem kveðið er á um að fjárhagur umsækjanda skal vera traustur.
PAS nefnd. Vinnufundur hjá PAS nefnd á föstudag. Stjórn mun hitta nefndina á laugardagsmorgun.
Stjórn mun óska eftir athugasemdum frá framkvæmdastjóra ÍÆ af Eurodopt fundinum.
Fundi slitið kl. 21.30
Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari