Stjórnarfundur 24.10.2016
Aukafundur stjórnar og skrifstofu mánudaginn 24.október kl.11:30 á skrifstofu félagins.
Viðstaddir: Ari Þór Guðmannsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Ágúst H. Guðmundsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Sigrún María Kristinsdóttir og Vigdís Häsler.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri
Boðað var til aukafundar til að fara yfir mál í Tógó. Eftir stuttar umræður leggur Vigdís Häsler formaður stjórnar fram bréf vegna úrsagnar sinnar í stjórn félagsins, Ágúst H. Guðmundsson ákveður að fylgja Vigdísi og yfirgefur fundinn. Eftir sátu 4 stjórnarmenn og framkvæmdarstjóri sem kláruðu málin sem lágu fyrir fundinum.
Fundi slitið 13:00