Fréttir

Stjórnarfundur 25.09.1983

Sameiginlegur fundur stjórnar Ísl. ættl. og fulltrúa fél. Ísl.-Guatemala (María Pétursd., Margrét Þrándsd. og Ágústa Bárðard.)
Guðbj. Alfreðsd. gerði grein fyrir Svíþjóðarför sinni og lagði fram þau gögn sem henni áskotnaðist.
Rætt var um sameiningu félaganna tveggja og voru allir viðstaddir sammála um að til bóta væri fyrir málstaðinn, ef einungis um ein samtök væri að ræða á Íslandi.
Varð um það samstaða að beint yrði þeim tilmælum til þeirra félaga í Ísl.-Guatemala, sem ekki eru einnig í Ísl. ættleiðingu, að þeir gengju í Ísl. ættl.
Um löggildinguna var samþykkt að fara hægt í þau mál.

Ottó B. Ólafs


Svæði