Stjórnarfundur 26.01.2010
Stjórnarfundur 26. janúar 2010
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 26. janúar 2010, kl. 17:15
22. fundur stjórnar
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Karl Steinar Valsson
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.
Mál á dagskrá:
1. Bréf til starfshóps um námskeið fyrir verðandi kjörforeldra
2. Drög að samningi milli ættleiðingarfélags og umsækjenda um kjörbarn
3. Lagabreytingar
4. Önnur mál
1. Bréf til starfshóps um námskeið fyrir verðandi kjörforeldra
Bréf til starfshóps lagt fram og afrit sent til dómsmálaráðuneytisins í kjölfarið. Starfshópurinn á vegum ráðuneytisins hefur óskað eftir þeim gögnum sem notast hefur verið við á námskeiðum ÍÆ. Félagið hefur lagt fram umtalsvert fé í þekkingu, þýðingu og þjálfun starfsmanna vegna námskeiða síðustu ár og eru umrædd gögn því eign félagsins. Því er það mat stjórnar að sanngjörn og eðlileg greiðsla fari til félagsins frá ráðuneytinu í skiptum fyrir framangreind gögn sem starfshópurinn hefur óskað eftir, verði námskeiðin færð úr höndum félagsins til annarra aðila.
2. Drög að samningi milli ættleiðingarfélags og umsækjenda um kjörbarn
ÍÆ hefur í hyggju að gera samningssamband umsækjenda og félagsins formlegra með undirritun staðlaðra skilmála. Þannig megi skilgreina betur samningssambandið sem skapast á milli væntanlegra umsækjenda og félagsins. Alþjóðleg ættleiðing hefur unnið við að þýða og staðfæra staðlaðan samning að norrænni fyrirmynd á milli ættleiðingarfélags og umsækjenda um kjörbarn. ÍÆ hefur fengið afnot af þeirri vinnu og er samningurinn lagður fram til skoðunar. Þegar stjórn hefur komið sér saman um samningsdrög verða þau kynnt fyrir félagsmönnum til umsagnar og því næst ráðuneyti Dómsmála- og mannréttinda
3. Lagabreytingar
Gera þarf breytingu á 1. gr. í lögum félagsins er snýr að heimili og varnarþingi þess. Tillögur þessa efnis lagðar fram. Einnig er lagt til að skýrt sé í lögunum að boða megi til aðalfundar með netpósti.
4. Önnur mál
Rætt um frekara ferli vegna Special need.
Umræður um lén í eigu félagsins.
Umræður um betrumbætur á heimasíðu félagsins.
Fundi slitið kl. 18.15.
Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari