Fréttir

Stjórnarfundur 26.01.2016

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 26. janúar 2016, kl. 20:00.

Fundinn sátu: Hörður Svavarsson, Ágúst H. Guðmundsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Fundargerð ritaði: Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Dagskrá:
1. Fundargerð.
Fundargerð stjórnar frá stjórnarfundi dags. 15. des. sl., samþykkt.

2. Afkomuáætlun.
Elísabet fer yfir afkomuáætlun (drög að reikningum) félagsins fyrir árið 2015. Halli verður á rekstri félagsins.

3. Drög að fjárhagsáætlun 2016.
Drög að fjárhagsáætlun lágu fyrir um miðjan desember sl. Framkvæmdastjóra falið að senda fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun til innanríkisráðuneytisins.

4. Aðalfundur 2016.
Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 8. mars nk. Skrifstofu falið að ganga frá fundarboði til félagsmanna og framboð skulu berast skrifstofu tveimur vikum fyrir aðalfund.

5. Meðferð ættleiðingarmála.
Formaður leggur fram bréf sem skrifstofu barst á gamlársdag frá framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítalans sem hefur að geyma tillögur spítalans að tímabundinni lausn á læknisþjónustu við málaflokkinn. Þar er lagt til að Barnaspítalinn sé reiðubúinn til þess að sinna málaflokknum tímabundið fram á haustið 2016 gegn greiðslum frá Íslenskri ættleiðingu fyrir þjónustuna sem myndi samsvara 30% starfi sérfræðings með launatengdum gjöldum. Þá kom fram að sérfræðingar spítalans geti ekki sinnt þeim verkefnum sem krefjast tímatakmarkana eins og 72 klst. tímarammann gagnvart Kína.

6. Kólumbía
Máli frestað vegna veikinda og fjarveru framkvæmdastjóra.

Ekki fleira gert. Fundi slitið kl. 21.10.


Svæði