Stjórnarfundur 26.03.1979
Stjórnarfundur 26.mars 1979 á fundinum voru Gylfi Már Guðjónsson, Ástrún Jónsdóttir og Ágústa Bárðardóttir.
Var tekin ákvörðun um að halda félagsfund 8. apríl n.k. og aðalefni fundarins að rætt yrði opnun nýrra leiða í ættleiðngarmálum og þá um stofnun nýs félags. Einnig lagði formaður fram uppkast að nýjum lögum fyrir félagið. Var rætt um kostnað við að ættleiða börn frá t.d. Bombey, og að athugað hvort ekki væri hægt að fá afslátt af fargjöldum með Flugfélaginu fram og til baka Reykjavík - Kaupmannahöfn. Skýrði Gylfi einnig frá að hann hafi sent Hollis ljósrit af umsókn eins og hún var send til Noregs og að Hollis mundi láta okkur vita hvort hún mætti vera í sama formi. Var síðan rætt um nýtt nafn á félagið og kom okkur saman um FORELDRAFÉLAG ÆTTLEIDDRA BARNA og einnig að athuga hvort ekki væri hægt að nota Icelandic adoption í bréfaviðsk. erlendis. Á félagið von á bréfi með svörum við spurningum þær er sendar voru út til Gylfa Guðmundss og er búist við að það verði komið fyrir fundinn. Einnig hafði Hollis orð á að hann hefði jafnvel fyrstu börnin til ráðstöfunar í maí n.k. og þá frá Bombey, einnig að til greina komi að opna sambönd í Máritíus og Filipseyjum og hugsanlega Indónesíu líka.
Annað bar ekki til tíðinda og fundi slitið.
Gylfi Már Guðjónsson
Ástrún Jónsdóttir
ÁB