Fréttir

Stjórnarfundur 26.04.2006

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 26. apríl 2006, kl. 20:00
3. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006

Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík

Mættir: Ingibjörg J., Arnþrúður, Ingibjörg B., Karl Steinar, Kristjana og Pálmi.  Guðrúnframkvæmdastjóri sat fundinn.

1.    Helstu niðurstöður Kínaheimsóknar.  
Fundur sendinefndar CCAA og fulltrúum frá stjórn ÍÆ með dómsmálaráðuneytinu.  Rætt var um Haag samninginn um ættleiðingar en hann tók gildi um síðustu áramót hjá CCAA.  Einhver smávægileg breyting á pappírsferlinu vegna Haag samningsins en CCAA og ráðuneytið munu verða í samráði um þetta en ekki kemur til framkvæmda fyrr en sendinefndin hefur lokið heimsóknum til hinna norðurlandanna sem verður á næstu vikum.  

Á fundinum kom einnig fram að útlendingar búsettir á Íslandi geta ekki ættleitt frá Kína nema a.m.k. annar þeirra sé með íslenskan ríkisborgararétt.  Á fundi stjórnar ÍÆ með sendinefndinni kom fram að CCAA mjög ánægt með öll skjöl sem koma frá ÍÆ varðandi ættleiðingar og eru Kínverjarnir almennt ánægðir með samstarfið.  Stjórnin ákvað að skoða ættleiðingar barna með sérþarfir (special needs) en óformleg beiðni kom frá sendinefndinni um það en nauðsynlegt er að fá frekari upplýsingar frá CCAA um þetta ferli þar sem það er gjörólíkt ferli ættleiðingar á heilbrigðum börnum.  Kynna þarf þennan möguleik fyrir félagsmönnum og kanna áhuga þeirra á ættleiðingum barna með sérþarfir.  

Þátttaka í fjölskylduboðinu á sumardaginn fyrsta fór fram úr björtustu vonum stjórnar og sendinefndin var mjög ánægð með boðið.  

Kostnaður við heimsóknina var minni en gert var ráð fyrir í upphafi eða í heildina um 350.000.

2.    Stefnumótun í fræðslumálum. 
Námskeið fyrir fólk sem er að ættleiða í fyrsta skiptið gengur vel en þarf að fá fleiri inn til að leiðbeina á því námskeiði.  Næst á dagskrá Post adoption og special needs börn en nauðsynlegt er að fara í stefnumótun í fræðslumálum áður en lagt er í að setja í gang meiri fræðslu. Lagt er til að stofnað verði fræðsluteymi innan ‘IÆ sem vinni að stefnumótun.

3.    Námskeið á næstunni
Guðrún og Gerður er að fara á ráðstefnu hjá Adoption Centrum í Svíþjóð.  Námskeið í tengslaröskun verður á vegum endurmenntunar Háskóla Íslands.  Ingibjörg J. fer á vegum vinnunnar en samþykkt var að Ingibjörg B. fari á vegum félagsins.  

4.    Endurnýjun starfsleyfis á Indlandi.  
Starfsleyfið mun gilda til 5 ára.  Mikla pappírsvinnu þarf að inna af höndum þar sem Indverjar krefjast mjög nákvæmra upplýsinga frá ÍÆ.

5.    Greiðslur til fyrirlesara
Ræddar voru greiðslur til aukafyrirlesara á undirbúningsnámskeiði.  Ákveðið að greiða 10.000 kr. auk ferðakostnaðar.

6.    Heimasíða
Almenn umræða um vefsíðuna, hvað á að vera á henni og hvað ekki.  Farið verður í vinnu við að endurskoða vefsíðuna og gera hana meira lifandi.  Arnþrúður fær aðgang að uppfærslukerfinu og sér um að setja inn á hana efni og yfirfara. 

7.    Önnur mál

  • Bréf til dómsmálaráðuneytisins vegna fjárlaga næsta árs.  Óskað verður eftir hækkun um 2,5 milljónir og það rökstutt með auknum kostnaði vegna aukins fjölda umsókna og umsvifa félagsin að sama skapi.
  • Klara Geirsdóttir félagsmaður í ÍÆ fékk styrk frá Barnavinafélaginu Sumargjöf til að þýða barnabók um ættleiðingar.  Bókin heitir Hjärtad mitt og er eftir Dan og Lotte Höjer.  Skjaldborg mun gefa bókina út.
  • Ritnefndin vill fá umfjöllun um Kínaheimsóknina til að setja í blaðið sem á að koma út í maí.  Ein blaðsíða, stutt umfjöllun og myndir.
  • Umræður um önnur lönd og hvaða möguleika ÍÆ hefur til að opna ný sambönd.

Næsti fundur stjórnar var ákveðinn 25. maí.   Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Arnþrúður Karlsdóttir 
Fundarritari


Svæði