Fréttir

Stjórnarfundur 26.10.2016

Aukafundur stjórnar og skrifstofu miðvikudaginn, 26.október, kl. 16:00 á skrifstofu félagins.

Viðstaddir: Ari Þór Guðmannsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Farið var yfir stöðu mála og þær breytingar sem urðu á stjórn félagsins á síðustu tveim dögum en frá fundinum á mánudeginum 24.október hafa 3 stjórnarmeðlimir sagt af sér. Sigrún María Kristinsdóttir tilkynnti stjórn þriðjudaginn 25.október að hún hefði sagt sig úr stjórninni.

Enn eru 4 stjórnarmenn í stjórninni og telst það starfshæf stjórn og ákveðið var að boða ekki til aukaaðalfundar til að kjósa fleiri í stjórn heldur bíða til aðalfundar í mars 2017.

Verkaskipting stjórnar var rædd og var það samþykkt að Elisabet Hrund Salvarsdóttir tæki við embætti formanns stjórnar.

Fundi slitið kl. 17:25


Svæði