Stjórnarfundur 28.08.2008
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 28. ágúst 2008, kl. 20:00
6. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2008
Mættir: Ingibjörg B., Helgi, Kristjana, Finnur og Arnþrúður, Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
Ingibjörg B. stjórnaði fundinum í fjarveru Ingibjargar J. formanns. Fundurinn hófst á því að fundarmenn samþykktu síðustu fundargerð án athugasemda.
Kínverska sendinefndin
Kínverska sendinefndin sem frestaði komu sinni í maí boðaði aftur komu sína í september en hefur nú enn á ný frestað komu sinni um óákveðinn tíma.
NAC fundur
NAC fundur verður haldinn í Stokkhólmi 5. til 7. september og Ingibjörg J. og Guðrún munu sækja fundinn. Meðal annars verður til umræðu ráðstefna NAC sem verður haldin á Íslandi í september 2009.
Ættleiðingarvika
Norræna ættleiðingarvikan er alltaf 47. vika ársins. Rætt um með hvaða hætti félagið haldi upp á þessa viku. Ákveðið að hafa samband við fjölmiðla til að fá umfjöllun um ættleiðingar í vikunni.
Ný ættleiðingarsambönd
Nepal: Send var formleg umsókn 21. ágúst til ættleiðingaryfirvalda þar í landi um samstarf um ættleiðingar í Nepal.
Suður Afríka: Dómsmálaráðuneytið hefur ítrekað við sendiráðið í Suður Afríku beiðni um samstarf um ættleiðingar.
Makedónía: Ekkert að frétta ennþá frá Makedóníu.
Rússland
Helgi gerði grein fyrir fyrirspurn sem honum barst frá félagsmanni um hvað ÍÆ hefur gert varðandi ættleiðingar frá Rússlandi. Viðkomandi félagsmanni var sagt að ÍÆ hefði árangurslaust reynt að koma á samvinnu um ættleiðingar frá Rússlandi. Hann var jafnframt beðinn um að upplýsa ef hann hefði frekari sambönd eða upplýsingar um hvernig væri hægt að koma á samvinnu um ættleiðingar frá Rússlandi. Ekkert svar hefur borist félaginu.
Önnur mál
Börn með skilgreindar sérþarfir
Nýtt kerfi hjá CCAA rætt þar sem ættleiðingarmiðlunum eru aðeins gefnar 48 stundir til að finna foreldra fyrir barnið. Ákveðið að bjóða foreldrum sem eru á hliðarlista á fund þar sem farið verður yfir þetta ferli og fleira varðandi ættleiðingar á börnum með skilgreindar sérþarfir.
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari