Fréttir

Stjórnarfundur 29.11.2011

Fundargerð
Stjórnarfundur Íslenskrar Ættleiðingar 29. nóvember 2011
Fundinn sátu: Jón Gunnar, Kristinn, Elín (fundarstjóri), Ágúst og Anna Katrín (ritari fundar).

Dagskrá:
1. Undirbúningsnámskeið umsækjenda
2. Eftirfylgniskýrslur
3. Staðan á vinnu við nýja heimasíðu félagsins
4. Staða PAS mála
5. Handbók fyrir umsækjendur

1. Undirbúningsnámskeið umsækjenda rædd, framkvæmd þeirra og fyrirkomulag. Framkvæmdastjóra falið að afla tilboða frá leiðbeinendum undirbúningsnámskeiða.

2. Eftirfylgniskýrslur. Málið rætt og ákveðið að fresta ákvörðun til næsta fundar.

3. Staðan á vinnu við nýja heimasíðu félagsins. Kristinn og Jón Gunnar kynntu það sem komið er og hvöttu stjórnarmenn til að velja sér verkefni þar sem stefnt er að því að síðan opni 15. janúar 2012. Rætt um að velja ritstjóra til að fara yfir allan texta síðunnar til að gæta samræmis í texta og framsetningu.

4. Staða PAS mála. Frestað til næsta fundar.

5. Handbók fyrir umsækjendur. Kristinn kynnti handbók fyrir umsækjendur þar sem tekin eru saman öll lög, reglugerðir og samþykktir sem umsækjendur þurfa að kunna skil á. Hún er tilbúin til afhendingar næstu umsækjendum ásamt samingi við umsækjendur.


Svæði