Stjórnarfundur 3.12.2019
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 3.desember kl. 20:30 á skrifstofu félagsins að Skipholti 50d
Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy.
Ari Þór Guðmannsson, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Mánaðarskýrsla nóvember
- Þjónustusamningur
- Ársáætlun 2020
- Kostnaðargreining á þjónustu og fræðslu
- Afhending gagna
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Mánaðarskýrsla nóvember
Umræðu um skýrslu frestað til næsta stjórnarfundar.
3. Þjónustusamningur
Farið möguleika vegna endurnýjunar á þjónustusamningi. Svarbréf framkvæmdarstjóra til DMR hefur verið sent. Beðið eftir fundarboði frá DMR til að fara yfir tillögu að þjónustusamningi.
4. Ársáætlun 2020
Farið yfir drög að rekstraráætlun 2020 og tvær útgáfur samþykktar af stjórn samhljóma.
5. Kostnaðargreining á þjónustu og fræðslu
Farið yfir fyrirhugaðar gjaldskrárbreytingar á þjónustu og fræsðlu, stjórn samþykkir samhljóma nýþjónustugjöld. Breytingar á þjónustugjöldum verða send til DMR til samþykktar.
6. Afhending gagna
Umræðu frestað til næsta stjórnarfundar. En það er vilji stjórnar að gögn verði geymd hjá DMR þegar vinnu vegna þeirra hefur lokið hjá félaginu, eftir skil á síðustu eftirfylgniskýrslu.
7. Önnur mál
a. Jólaball ÍÆ
Formaður ræðir aðeins um jólaball ÍÆ sem verður 8.desember. Mun færri félagsmenn hafa skráð sig en síðustu ár.
b. Rætt um koma fleiri fréttum til félagsmanna, framkvæmdarstjóri bendir á að mikið af fréttum séu settar inn á heimasíðu félagsins og í gegnum facebook síðu.
Fundi lokið 22:40
Næsti fundur miðvikudaginn 15.janúar kl. 20:30