Stjórnarfundur 30.03.2009
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar mánudaginn 30. mars 2009, kl. 16.30.
2. fundur stjórnar
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Finnur Oddsson
Hörður Svavarsson
Ragna Freyja Gísladóttir
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.
Mál á dagskrá:
- Kjör til stjórnarsetu í ÍÆ
- Ferð til Lúxemborg
- Verkaskipting stjórnar
- Önnur mál
1. Kjör til stjórnar ÍÆ
Á síðasta fundi stjórnar baðst Ingibjörg Birgisdóttir lausnar frá stjórnarsetu. Ragna Freyja hefur nú tilkynnt að hún sjái sér ekki fært til þess að starfa innan hinnar nýju stjórnar og hefur einnig beðist lausnar frá stjórnarsetu.
Í framhaldi þessa tók stjórn þá ákvörðun að boða til aukaaðalfundar þar sem kosnir yrðu nýir einstaklingar í stjórn í stað þeirra sem hafa nú sagt sig frá störfum. Rætt var um framkvæmdina og fyrirkomulag að fundi og ákveðið að kjósa tvo aðalmenn og tvo varamenn. Lagabreytingar yrði þó að gera þess efnis og ákveðið var að boða til aukaaðalfundar sem haldinn yrði 21. apríl n.k.
Í samræmi við lög félagsins þyrfti að tilkynna dómsmálaráðuneytinu um fyrirhugaðar lagabreytingar á lögum félagsins. Jafnframt þyrfti að tilkynna ráðuneytinu um nýja stjórn sem kjörin var á aðalfundi þann 26. mars s.l.
2. EurAdopt fundurinn 18.-19. apríl.
Stjórn ÍÆ þarf að senda fulltrúa á fund EurAdopt sem haldinn verður í Lúxemborg dagana 18.-19. apríl n.k. Ákvörðun var tekin um að Ágúst Guðmundsson myndi sækja fundinn fyrir hönd félagsins.
3. Verkaskipting stjórnar.
Rætt um verkaskiptingu stjórnar. Samkvæmt lögum félagsins ákveður stjórnin innbyrðis verkaskiptingu. Embættin voru ákveðin eftirfarandi:
Formaður: Hörður Svavarsson
Varaformaður: Finnur Oddsson
Gjaldkeri: Ágúst Guðmundsson
Ritari: Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Meðstjórnandi: Kristjana Erlen Jóhannsdóttir
Frétt þessa efnis mun verða sett inn á heimasíðu félagsins.
4. Önnur mál
Ákveðið var að halda fund aftur fljótlega í næstu viku til að afgreiða eftirfarandi málefni:
- Fjárhagsáætlun og umsókn um styrk til ráðuneytis
- Ráða fram úr námskeiðsmálunum
- Ný gjöld, hver eru þau hjá nýrri stjórn
- Ákveða fulltrúa í Nordic Adoption Council og EurAdopt
- NAC ráðstefna í haust
- Ákveða hvort/hvernig umsækjendur geta skipt milli landa.
Stjórnin fær í hendur fjárhagsáætlun sem gerð var í nóvember 2008. Fjárhagsáætlunin mun nýtast sem umsókn um hinn árlega styrk til ráðuneytisins.
Þá hafði fyrri stjórn borist nokkur bréf frá umsækjendum þar sem óskað var eftir rökstuðningi fyrir hækkun ættleiðingargjalda. Fyrri stjórn mun hafa ákveðið í fundargerð frá 19. mars s.l., að þeim umsækjendum yrði svarað sérstaklega en síðan yrði hækkunin kynnt á aðalfundinum. Með vísan til fundargerðar fyrri stjórnar ákvað nýja stjórnin að svara bréfum félagsmanna sem bárust fyrir aðalfundinn sem haldinn var 26. mars s.l.
Stjórn félagsins ákveður að hækkanir á biðlista og lokagreiðslum, sem ákveðnar höfðu verið komi ekki til framkvæmda í þeirri mynd sem kynnt var með bréfi dags. 16. mars s.l., en verði teknar til endurskoðunar og kynntar á síðari hluta árs. Ástæður þessa má rekja til óvissu um efnahagsástand og greiðslugetu fjölskyldna.
Fundi slitið kl. 18.23