Stjórnarfundur 30.08.2007
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 30. ágúst 2007, kl. 20:00
5. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2007
Mættir: Ingibjörg J., Kristjana, Ingibjörg B., Helgi og Arnþrúður. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
Sérþarfalistar
Reglur varðandi sérþarfalista endurskoðaðar. Ákveðið að tilkynna öllum umsækjendum sem hafa skráð sig á listann þegar upplýsingar um næstu börn koma. Ákveðið að fyrstu umsækendur á listanum sem eru tilbúnir með umsóknina til sendingar eru efstir á honum. Ákveðið að Ingibjörg J. og Guðrún sjái um þetta ferli.
Afmælishátíðin á næsta ári
Ákveða þarf hvaða áherslur við viljum hafa hjá fyrirlesurum á 30 ára afmælishátíðinni. T.d. litið yfir farinn veg síðastliðin 30 ár og framtíðarsýn. Fá áhugaverða erlenda fyrirlesara. Æskileg dagsetning laugardagurinn 16. febrúar 2008. Auglýst verður á vefsíðu félagsins eftir áhugasömu fólki í undibúningsnefndina.
PAS
Fækkað hefur í PAS nefndin ýmsum ástæðum. Hún starfar samt áfram en æskilegt er að fá fleira fólk til starfa í nefndinni.
Indlandi
Ráðstefna verður á Indlandi 8. til 10. október. Anju hringdi og hvatti ÍÆtil að senda fulltrúa á þessa ráðstefnu. Aðalefni þessarar ráðstefnu eru nýjar reglur varðanda ættleiðingar á Indlandi. Mikilvægt er að ÍÆ taki þáttí þessari ráðstefnu og reynt verður að nýta ferðina líka til að fá endurnýjað starfsleyfi á Indlandi. Gert er ráð fyrir að Ingibjörg J. og Guðrún fari á ráðstefnuna og munu þá heimsækja barnaheimilið hjá Anju í leiðinni.
ÍÆ er ekki ennþá komið með starfsleyfi á Indlandi en ekki er ljóst hversvegna þessar tafir hafa orðið. ( Send verður beiðni til sendiráðs Íslands á Indlandi um aðstoða við að fá upplýsingar hjá Cara hvers vegna þessar tafir hafa orðið á afgreiðslu starfleyfisins.)
Önnur mál
- Pólland: Helgi kom með stöðu mála varðandi ættleiðingar frá Póllandi en tengiliður sem hann hefur verið í sambandi við er að skoða málin fyrir okkur.
- Starfsemi félagsins: Rætt um stefnu félagsins og starfsemi þess. Fyrir hvað stendur ÍÆ og hverjar eiga áherslurnar að vera í starfseminni? Auk hefbundinni starfa vegna umsókna um ættleiðinga þá er mikið starf unnið hjá félaginu varðandi fræðslu og stuðnings. Nauðsynlegt er að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi.
- Opnunartími skrifstofunnar. Rætt um opnunartíma skrifstofunar sem er frá 10 til 13 alla virka daga nema föstudaga. Opnunartíminn er ekki virtur og þarf því að fara bóka fólk í viðtöl þannig að hægt sé að fá tíma til sinna störfum á skrifstofunni án truflana. Utan opnunartíma verður skrifstofan lokuð. Þetta breytta fyrirkomulag verður kynnt sérstaklega á vefsíðu félagsins og tekur gildi frá og með 1. september.
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari