Stjórnarfundur 30.08.2011
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 30. ágúst 2011 kl. 20:00
Mættir:
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Jón Gunnar Steinarsson
Hörður Svavarsson
Elín Henriksens
Einngi sátu fundinn þau Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ og Anna Katrín Eiríksdóttir fullttrúi félagsins í NAC og Eurodopt.
Dagskrá:
1. Pasnaefnd
2. Indlan
3. Starfshópur IRR um nýja ættleiðingarlöggjöf
4. Önnur mál
1. Erindi fra Pasnenfnd um fjárhag nefndarinna
Lagt fram erindi frá fulltrúa í Pasnefnd um fjáframlag til nefndarinnar. Framkvæmdastjóra falið að gera Pasnefnd grein fyrir fjárhagsáætlun félagsins og framlagi til nefndarinnar.
2. Indland
Umræður um nýja löggjöf sem tekur gildi í Indlandi og að ÍÆ geti ekki verið í beinu samstarfi við tengiliði okkar þar í landi eins og undanfarna áratugi heldur verði tekið upp miðstýrt kerfi eins og víða tíðkast nú. ÍÆ þarf af þeim sökum að fara í nýtt löggildingarferli. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við sendiráð Indlands og kanna hvenær ný löggjöf tekur gild. Framkvæmdastjóra jafnframt falið að hafa samband við Anju vegna peninga sem hún á hjá ÍÆ frá fyrri tíð en hún hefur áhyggjur af fjármögnun starfsemi sinnar í framtíðinni. Framkvæmdastjóri mun í kjölfarið boða til fundar með þeim tveimur fjölskyldum sem enn eru á Indlandsbiðlista.
3. Starfshópur um nýja ættleiðingarlöggjöf
Formaður kynnir umræðu fyrstu funda starfshóps IRR um tillögur að nýrri ættleiðngarlöggjöf. Fulltrúar ÍÆ verða boðaðir á fund starfshópsins í næstu viku og formaður leggur fram minnispunkta til umræðu fyrir fulltrúa ÍÆ vegna þess fundar. Ákvaðið að stjórnarmenn hittist næsta laugardag og klári greinargerð byggða á fyrirliggjandi minnispunktum.
4. Önnur mál
Jón leggur fram fyrirspurn frá félagsmanni um styrkjamál á Indlandi.
Málið rætt og Jón tekur að sér að svara fyrirspyrjanda.
Fundi slitið um klukkan 21:30.