Fréttir

Stjórnarfundur 31.01.1978

Stjórnarfundur haldinn í félaginu 31. jan. 1978.
Fundinn sátu Gylfi Már Guðjónsson, Ástrún Jónsd. Ágústa Bárðard. og Unnur Jónsdóttir.

Samþykkt var að fara á fund Biskups og gera honum grein fyrir félagsskapnum og hvers vegna við óskum eftir að rjúfa tengsl við Hjálparstofnun kirkjunnar, og eins ef hann vildi mæla með félaginu við yfirvöld í Kóreu og í Noregi.
Síðan var ákveðið að reyna að fá myndir af öllum börnum frá Kóreu sem ættleidd hafa verið hingað, og senda til Holt, myndir með upplýsingum um aðstöðu þeirra í dag, og um leið að kynna Holt félagsskapinn og gera grein fyrir stefnu hans.
Að endingu var rætt um heimsókn frú Finch hingað ef af yrði, og hvernig taka skyldi á móti henni, og að skrifa bréf til hennar og kynna félagið fyrir stofnuninni þar.
Fátt annað markvert var til umræðu á fundinum og var honum slitið.

Gylfi Már Guðjónsson
Ástrún Jónsdóttir
Ágústa Bárðardóttir


Svæði