Stjórnarfundur 04.12.2006
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 4. desember 2006, kl. 20:00
12. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006
Mættir: Ingibjörg J, Ingibjörg B, Pálmi, Kristjana og Arnþrúður, Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík
1) Nýr starfsmaður
Nýji starfsmaðurinn Guðlaug kom á fundinn og var hún boðin velkomin til starfa af stjórn. Hún mun byrja um áramótin og vinna einn dag í viku í janúar en kemur síðan í fullt starf í febrúar. Getur komið inn eitthvað í desember til að sinna málum varðandi SNC. Rætt um að hvaða verkefnum Guðlaug mun koma og um ferli ættleiðinga. Kynning á Guðlaugu verður sett inn á vefsíðu félagsins.
2) Fjárhagsáætlun lögð fram
Komið svar frá dómsmálaráðuneytinu um aukafjárveitingu og var henni synjað. Lagt fram bréf vegna umsóknar um styrk í styrktarsjóð Baugs. Ákveðið að sækja um styrk fyrir uppbyggingu á SNC ferlinu.
3) Málþing
Málþingið tókst frábærlega vel og PAS nefndin á skilið þakkir fyrir vinnu sína við það.
4) Hreyfiland
Erindi frá skemmtinefnd um greiðslur fyrir leigu á Hreyfilandi á næsta ári í eina klukkustund á mánuði. Erindið samþykkt og verður formlegt samþykki sent til skemmtinefndar.
5) Félag kjörforeldra
Erindi Sigríðar Ingvarsdóttur formanns félags kjörforeldra um fund með formanni ÍÆ. Formaður og varaformaður munu hafa samband við hana og bjóða henni fund.
6) Utankjörstaðaratkvæði
Umræða um utankjörstaðaatkvæði næsta aðalfundar. Kostnaður talinn of mikill við póstkosningu. Ræddur möguleiki á utankjörstaðaratkvæðagreiðslu í hálfan mánuð fyrir aðalfund og útfærslur á henni. Pálmi ætlar að setja niður tillögur varðandi þetta.
7) Húsnæðismál
Það er húsnæði í Skeifunni sem gæti hentað starfsemi félagsins. Framkvæmdastjóra falið að skoða þetta húsnæði betur og einnig að halda áfram í húsnæðisleit.
8) Önnur mál
a) Frumvarp til laga um ættleiðingarstyrki. Stjórnin lýsir ánægju yfir að frumvarpið er lagt fram.
b) Löggilding á Indlandi. Íslenska lögggildingin fyrir starfsemi á Indlandi er í þýðingu og verður send strax til Indlands þegar hún er tilbúin. Gera má ráð fyrir að starfsleyfi frá indverskum yfirvöldum komi fljótlega eftir það.
c) Flutningur ættleiðingarmála til sýslumanns. Ingibjörg J. og Guðrún fóru á fund með alsherjarnefnd Alþingis þann 21. nóvember síðastliðinn. Umræðuefni var flutningur ættleiðingarmála til sýslumanns. Þær lögðu áherslu á að þessi flutningur myndi ekki hafa áhrif á ferli eða úrlausnartíma mála.
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari