Stjórnarfundur 6.5.2024
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 6.maí kl. 17:30.
Mætt: Helga Pálmadóttir og Selma Hafsteinsdóttir.
Fjarverandi: Kristín Ósk Wium
Tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað: Sigríður Dhammika Haraldsdóttir og Sólveig Diljá Haraldsdóttir.
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Skýrsla skrifstofu
3. EurAdopt ráðstefna - minnisblað
4. NAC
5. Framkvæmdastjóri - ráðningarferli
6. Fræðsla
7. Farsæld ættleiddra barna - minnisblað
8. Sumarlokun skrifstofu - minnisblað
9. Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 3.apríl 2024
Fundargerð samþykkt.
2. Skýrsla skrifstofu
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu.
3. EurAdopt ráðstefna - minnisblað
Framkvæmdastjóri fer yfir minnisblað en ráðstefnan var haldin 17-18.apríl í Cambridge.
4. NAC
Rætt er um stöðu fulltrúa stjórnar ÍÆ í Nordic Adoption Council, næsti stjórnarfundur 22.maí.
5. Framkvæmdastjóri - ráðningarferli
Rætt á sér fundi fyrir stjórnarfund, ráðningarnefnd fór þá yfir ferlið og upplýst var um hverjum ætti að bjóða starfið. Nýr framkvæmdastjóri kemur formlega til starfa 12.ágúst.
Fundur verður með umsækjendum í ættleiðingarferlinu áður en tilkynnt verður um ráðningu til að halda þeim upplýstum.
6.Fræðsla
Rætt um hugsanlegar fræðsluerindi fyrir haustið.
7. Farsæld ættleiddra barna - minnisblað
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðuna á verkefninu, gengur hægar en við hefðum viljað en það mátti gera ráð fyrir því. Fundur með fulltrúm frá MRN og Bofs gekk vel. Verður aftur fundur með Bofs í lok júní.
8. Sumarlokun skrifstofu - minnisblað
Minnisblað sem framkvæmdastjóri leggur fram rætt, skrifstofa verður lokuð fyrir gangangi umferð 8.júlí til 6.ágúst.
9. Önnur mál
a. Fundur miðstjórnvalda á Norðurlöndum, hittast og fara yfir ýmis mál.
Dómsmálaráðuneytið tekur þátt í þessum fundi.
Fundi lokið kl. 19:00
Næsti stjórnarfundur 12.júní kl. 17:30