Fréttir

Stjórnarfundur 7.1.2025

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar 

7. janúar 2025 kl. 17.00 

Mættar: Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Helga Pálmadóttir og Selma Hafsteinsdóttir sátu fundinn. Kristín Ósk Wium og Sólveig Diljá Haraldsdóttir boðuðu forföll. 

Ásta Sól Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri tók einnig þátt í fundinum.  

  1. Fundargerð frá stjórnarfundi 11. desember samþykkt. 

  1. Fundur með dómsmálaráðuneytinu - undirritun verður 9. janúar. 

  • Ræða þarf aðra fjármögnun til að að standa straum af kostnaði og undirbúa fund áður þar sem farið verður yfir árið og það sem fram undan er.  

  1. Dagskrá ársins - vísað í skjal: Drög að dagskrá 

  • Virkja opin hús, þema fyrir hvert í febrúar, mars, apríl, sept, okt og nóv. 

  • Gera auglýsingar fyrir viðburðina. 

  1. Félagsfundur 

  • Ræða um framtíð félagsins. Boðaður verður sér fundur stjórnar til að ræða fyrirkomulagið. 

  1. Löggilding fyrir Kólumbíu 

  • Verið er að safna gögnum. 

  1. Önnur mál 

  • Ath hvort við getum fengið fund með félagi fósturforeldra og athuga hvort hægt sé að skoða samstarf. 

  • Framkvæmdastjóri fundaði með nýja Tógó formanninum rétt fyrir jól þar sem ákveðið var að halda fund með þeim á þriggja mánaðar fresti. 

  • Umræðu um styrktarmál er frestað til næsta fundar

Næsti fundur er 11. febrúar.

 


Svæði