Fréttir

Stjórnarfundur 8.12.2021

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 8. desember kl. 17.

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Tinna Þórarinsdóttir.

Þá tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.

Dylan Herrera boðaði forföll.  Sigurður Halldór Jesson er í leyfi frá stjórnarstörfum.

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  2. Askur, skýrsla skrifstofu
  3. Kynning FRN
  4. Rekstraráætlun 2022 – hægt að kynna sér drög inni á Teams hóp
  5. Úttekt KPMG
  6. Þjónustusamningur
  7. Jólaball ÍÆ
  8. Námskeið fyrir foreldra ættleiddra barna
  9. Verkefni tengd börnum og barnamálaráðherra
  10. Orðunefnd
  11. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Fundargerð hefur ekki verið send. Verður staðfest í janúar.

2. Askur, skýrsla skrifstofu
Fjallað verður betur um störf skrifstofu í lið varðandi úttekt KPMG.

3. Kynning FRN
Félagsmálaráðuneyti hélt kynningu fyrir dómsmálaráðuneytið vegna samþættingar laga um börn. Stjórn sammála um að farsældarþjónustan verði til bóta, trúlega líka fyrir ættleiðingarmálaflokkinn.

4. Rekstraráætlun 2022- hægt að kynna sér drögin inni á Teams-stjórn og starfsfólk
Elísabet hefur sett inn rekstraráætlun. Staðan er í dag neikvæð. Kristinn ætlar að bæta inn á skjalið vangaveltum.

5. Úttekt KPMG
Drög til umræðu komu í dag. Allir af skrifstofu og Elísabet búin að kynna sér drögin. Elísabet og Kristinn munu senda athugasemdir til KPMG.

6. Þjónustusamningur
Beðið er eftir að heyra frá ráðuneyti varðandi gerð nýs samnings.  Ráðuneytið trúlega að bíða eftir niðurstöðu úttektar. Stjórn búin að kanna hvort félagið sé á fjárlögum fyrir næsta ár og er það raunin.

7. Jólaball ÍÆ
Jólaball verður haldið.

8. Námskeið fyrir foreldra ættleiddra barna
Skrifstofa upplýsir um námskeið fyrir foreldra ættleiddra barna sem haldið verður á nýju ári.

9. Verkefni tengd börnum og barnamálaráðherra
Rætt um hvort félagið eigi að fara fram á endurskilgreiningu miðstjórnarvaldsins á Íslandi í því skyni að flytja málaflokkinn t.d. undir barna- eða félagsmálaráðuneytið.

10. Orðunefnd
Rætt um tilnefningar fyrir Fálkaorðuna – Því velt upp hvort senda eigi tilnefningu vegna Auri (Árný) vegna starfa hennar fyrir uppkomna ættleidda. Stjórn samþykkir það.

11. Önnur mál
SOS dagatal. Komið hafa fram ábendingar um að dagatalið sem margir grunnskólar eru með nú í desember hafi valdið ættleiddum börnum hugarangri. Búið að hafa samband við SOS sem ætlaðu að bregðast við.

Fundi lokið kl. 19.


Svæði