Stjórnarfundur 9. október 2019
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 9.október kl. 20:30 heima hjá framkvæmdarstjóra félagsins.
Mætt: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Ingibjörg Valgeirsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir.
Sigurður Halldór Jesson tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Mánaðarskýrsla
- NAC ráðstefna
- Tógó
- Barna – og unglingastarf
- Fræðsluáætlun
- 6 mánaða uppgjör
- Viðbragðssjóður
- Önnur mál
Ráðstefnan Breytingar í þágu barna.
Persónuverndarlög.
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Mánaðarskýrsla september
Skýrsla rædd.
3. NAC ráðstefna
Formaður fer yfir ráðstefnuna sem var í september, mikil ánægja var með skipulag og nútímavæðingu á ráðstefnunni. Mikið hrós hefur komið frá þáttakendum. Stjórn vil sérstaklega þakka formanni og starfsmönnum skrifstofu fyrir að vel unnin störf í tengslum við ráðstefnuna.
4. Tógó
Staða í Tógó rædd.
5. Barna – og unglingastarf
Verið að leita að húsnæði fyrir námskeiðið, verður frestað fram yfir áramót.
6. Fræðsluáætlun
Minnisblað vegna fræðslu og skemmtun rætt.
7. Sex mánaða uppgjör
Formaður fer lítillega yfir 6 mánaða uppgjör. Búið að senda uppgjör á DMR.
8. Viðbragðssjóður
Formaður og framkvæmdarstjóri óska eftir því að Lísa Björg aðstoði við að útbúa úthlutunarreglur vegna viðbragðssjóðar.
9. Önnur mál
1. Ráðstefna í þágu barna.
Formaður segir frá ráðstefnu félags- og barnamálaráðherra, Breytingar í þágu barna. Starfsmenn skrifstofu og formaður tóku þátt í ráðstefnunni og vinnustofu í tengslum við hana.
2. Persónuverndarlög
Staða vegna persónuverndarlaga rædd.
Fundi lokið 22:15
Næsti fundur miðvikudaginn 13.nóvember kl. 20:30