Stjórnarfundur ÍÆ 01.04.2004
kl. 20:15.
Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.
Fundargerð.
Þetta var fyrsti fundur nýrrar stjórnar eftir aðalfund.
Lisa Yoder bauð Guðmund Guðmundsson velkominn til starfa. Helga Gísladóttir, var hins vegar fjarverandi.
Stjórn skipti þannig með sér verkum:
Lisa Yoder : formaður
Gerður Guðmundsdóttir : varaformaður
Ingvar Kristjánsson : gjaldkeri
Ásta Björg Þorbjörnsdóttir : ritari
Guðmundur Guðmundsson : meðstjórnandi
Helga Gísladóttir : meðstjórnandi
Ingibjörg Jónsdóttir : meðstjórnandi
Fjáröflunarnefnd.
Nefndin hefur hist. Hún vill fá leyfi til að auglýsa eftir verkefnum í Kína en ekki er til neinn listi yfir verkefni. Hugsanlega væri hægt að fá aðstoð sendiráðs Íslands í Kína eða kínverska sendiráðsins hér við val á heppilegu verkefni sem félagið myndi síðan styrkja með framlögum. Ákveðið að leggja til við fjáröflunarnefndina að framlög til Kína annars vegar og Indlands hins vegar verði aðgreind. Athuga ennfremur með þann möguleika að framlög vegna Kína verði eyrnamerkt einstökum verkefnum, verði kostur á því.
Ekki er gerð nein krafa t.d. í Kolumbíu um að félagið styrki einhver góðgerðarmál þar í landi.
Ákveðið var að boða fjáröflunarnefnd á næsta stjórnarfundi.
Tengiliðir við nefndir voru tilgreindir
Guðmundur Guðmundsson, tengiliður við fjáröflunarnefnd og ritnefnd.
Helga Gísladóttir, tengiliður við skemmtinefnd.
Ingibjörg Jónsdóttir verður tengiliður fræðslunefndar enda er hún önnur tveggja fræðslufulltrúa.
Fundir stjórnar.
Lagt til að þeir yrðu áfram haldnir á fimmtudögum og sá næsti þann 29. apríl nk.
Ný sambönd
Dómsmálaráðuneytið kom ÍÆ upphaflega í samband við fulltrúa yfirvalda í Tékklandi. Erfitt hefur verið að ná sambandi við viðkomandi. Ákveðið að fulltrúar ÍÆ nýti dagana í kringum Euradopt fundinn i Dusseldorf og fari til Tékklands til fundar við yfirvöld.
Danir hafa góða reynslu af ættleiðingum frá Tékklandi.
Varðandi Rússland var rætt frekar um þessa skrifstofu sem tilgreind hefur verið í nýlegri fundargerð. Dómsmálaráðuneytið verður að samþykkja að við færum þá leið.
Varðandi Albaníu, þá virðist landið vera frekar tregt til ættleiðinga í bili.
Búlgaría er eitthvað að skána, 34 börn voru ættleidd til félaga í Euradopt á sl. ári.
Fram kom að börn frá A-Evrópu eru jafnan 2-3 ára þegar þau komast til kjörforeldra, því reglur víðast hvar eru þannig að þau fara ekki í ættleiðingarferli fyrr en eftir 1 árs aldur.
Lítið er um ættleiðingar frá Eystrarsaltslöndum.
Í Póllandi hafa 3 aðilar þar leyfi til að sjá um ættleiðingar til útlendinga.
Vietnam er eitthvað að opnast til norðurlanda.
Rætt var um prufusambandið í Bombay, sem tilgreint var í fundargerð síðasta aðalfundar. Pappírsvinnan fyrir það heimili er aðeins með öðrum hætti en vegna barnaheimilisins í Kolkata
Önnur mál
• Rannsóknin sem skrifað var um í fundargerð þann 22.02.2004. Þeir aðilar sem standa að henni munu hefjast handa með haustinu og þegar þar að kemur myndi stjórn ÍÆ fá þau til að skrifa nokkur orð um rannsóknina sem yrði síðan sett á heimasíðu félagsins.
• Því hefur verið stungið að stjórn að efla mætti tengslin við eldri félagsmenn. Finna þarf eitthvað sameiginlegt sem tengir eldri ættleidd börn og vinna út frá því.
• Tillaga að dagsetningu um um fyrirlestur varðandi tengslamyndun. Athuga með fyrirlesara þann 27. apríl nk. eða fyrstu viku í maí.
• Aðeins rætt um formannafund ættleiðingarfélaga á Norðurlöndum sem verður hér á landi í haust. Gengið hefur verið frá pöntunum á gistingu og fundaraðstöðu, búist við 30-35 manns, þe. formönnum, skrifstofustjórum, jafnvel fleiri aðilum á vegum erlendu félaganna.
Fleira var ekki rætt á þessum fundi.
Fundi slitið kl. 21:45.
Ásta B. Þorbjörnsdóttir.