Stjórnarfundur ÍÆ 18.01.2005
kl. 20:15.
Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.
Fundargerð.
Fjármál
Greiðslur frá Dómsmálaráðuneytinu hafa borist. Hugmyndir eru uppi um að huga alvarlega að því hvort hagkvæmara sé að styrkja stoðir félagsins með því að kaupa eigið húsnæði frekar en að leigja. Þá var rætt um hvaða þarfir slíkt húsnæði þyrfti að uppfylla. Þar má helst telja: sér inngang, fundarsal fyrir allt að 25-30 manns, bílastæði og fleira.
Ef til þess kemur að húsnæði verði keypt þarf að huga að því að segja upp leigu núverandi húsnæðis með 6 mán fyrirvara. Samþykkt var að fara að kanna markaðinn. Kaup á eigin húsnæði myndi lækka rekstrarkostnað félagsins þar sem húsnæðisvextir eru mjög lágir núna en leiga núverandi á húsnæði er nokkuð dýr.
Aðalfundur
Ákveðið var að fresta aðalfundi til 31. mars. Rætt var um hvort ræða ætti á Aðalfundi hugmynd um að breyta innheimtuferlinu og byrja að innheimta félagsgjaldið með greiðsluseðlum í stað gíróseðla. Ekki er alveg ljóst hver kostnaðurinn við framtakið yrði. Athuga þarf hvort leyfi Persónuverndar þurfi til.
Vegabréfsáritanir í Kína
Almenn óánægja er meðal ættleiðenda frá Kína með að sækja þarf um vegabréfsáritun fyrir börnin til danska sendiráðsins. Spurning um hvað hægt sé að gera til að breyta þessu. Samþykkt var að hafa samband við ráðuneytin og ýta við þeim að gert verði eitthvað í málinu.
Styrkir til ættleiðenda.
Ekkert svar hefur komið frá ráðuneyti Heilbrigðis og tryggingarmála. Ekki hefur heyrst í þeim aðilum sem sýndu málinu áhuga á síðasta ári.
Spurning hvort ekki sé rétt að kanna hvort Þórunn Sveinbjarnardóttir geti liðsinnt við málið.
Hvernig getum við vakið betri athygli á málstað okkar.
Tékkland.
Samband er komið á við Tékkland. Verið er að vinna við fyrstu umsókn þangað. Stjórn fagnaði þessum fréttum mjög.
Ættleiðingar árið 2004.
Indland: Hægur gangur í málum. Aðeins komu 7 börn þaðan.
Kína: 20 börn
Kólumbía: 1 barn
Alls komu 28 börn árið 2004.
Alls hafa 52 börn komið frá Kína frá því samstarf hófst, auk barns sem ÍÆ aðstoðaði við ættleiðingu á en fjölskyldan býr í Kína.
Flóðin í Asíu.
Rætt var um hvort ekki væri tilhlýðilegt að félagið styrkti barnaþorpin í löndunum sem flóðin urðu. 305 börn hafa verið ættleidd hingað frá þessum löndum. Rætt um að gefa 1000 kr. fyrir hvert barna. Félagið má gefa peninga til góðgerðarmála en ekki í hvað sem er. Þurfum að bera þessa hugmynd undir hina stjórnarmeðlimina og mun Lisa hafa samband við þá. Tillaga kom upp um að styrkja Unicef, þe. barnahjálp SÞ. Taka verður ákvörðun um það hvernig gjöfinni verður komið til skila. Hægt er að leggja upphæðina inn á reikning þegjandi og hljóðalaust eða gera þetta að sýnilegri atburð.
Kínaárshátíð.
Verður haldin þann 12. febrúar í húsi KFUM og K við Holtaveg. Ósk komin frá undirbúningsnefnd að félagið boði þá sem eru á biðlista eftir börnum. Það var samþykkt og einnig að lána kínverskt skraut í eigu félagsins.
Innsent bréf.
Rætt.
Fyrirlestrar um næstu helgi.
Samtök um tengslamyndun standa að námsstefnu um tengslaröskun 21.01. með bandarískum fyrirlesurum.
ÍÆ stendur fyrir fyrirlestri um tengslamyndun laugardaginn 22.01. þar sem Raphaele Miljkovitch talar.
Fáir úr stjórn sjá sér fært að mæta sökum anna. Fyrir næsta fund ætti stjórnin að hugleiða hvaða efni hún vill bjóða upp á á væntanlegu málþingi í vor. Það er nauðsynlegt að hluti efnis þess verði á jákvæðari nótum en efni fyrirlestranna.
NAC
Gerður er að fara á fund til Danmerkur. Aftur er efnið: postadoption þjónusta við foreldra eftir ættleiðingu. Hugmynd að koma slíkri þjónustu inn á lokað svæði á nýju heimasíðunni. Einnig að hafa einhverja fagaðila þar sem gætu svarað skriflegum fyrirspurnum félagsmanna.
Euradopt
Austurískt félag, Family for you, óska eftir aðild að Euradopt. Ingibjörg Jónsd. er búin að fara vel yfir pappírana frá þeim og sér ekkert því til fyrirstöðu að þeir fái aðgang.
Fleira var ekki rætt á þessum fundi.
Fundi slitið kl. 23:00.