Stjórnarfundur ÍÆ 24.11.2005
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 24. nóvember 2005.
Mættir: Ingibjörg, Gerður, Guðmundur, Lísa, Ingvar, Arnþrúður og Helga. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn. Á fundinn mætti einnig Gíslína Ólafsdóttir fulltrúi fjáröflunarnefndar.
1. Ingibjörg setti fundinn og bauð Gíslínu Ólafsdóttur fulltrúa fjáröflunarnefndar velkomna. Gíslína sagði frá starfi nefndarinnar. Það hefur gengið vel. Búið er að selja um 400 boli. Þau eru í sambandi við Láru í Kína og hugsanlega er hægt að framleiða eitthvað annað úti til þess að nota sem fjáröflun t.d. húfur og vettlinga. Þau eru með hugmyndir um að setja link fjáröflunarnefndar á heimasíðu ÍÆ þannig að fólk sé í beinu sambandi við fjáröflunarnefnd. Þau eru einnig með hugmyndir um að setja inn lista yfir þau lönd sem fólk getur styrkt og að hægt sé að leggja beint inn á viðkomandi land. Fjáröflunarnefnd er með ýmsar hugmyndir í gangi til fjáröflunar. Ein er sú að hafa samband við foreldra sem eru með heimasíður fyrir börn sín og hvetja þau til þess að setja lógó fjáröflunarnefndar inn á síðuna þannig að þeir sem skoða síðurnar geti lagt inn styrki. Útbúa kort sem tengd eru ættleiðingu (velkomin heim) selja í verslunum. Jólakort. Hugmynd um dagatöl. Áheitakort. Fara í fyrirtæki og sækja um styrki, ætla að gera átak eftir jólin. Setja inn á heimasíðuna þegar sent er út þannig að fólk sjái þegar gefið er. Stjórnin lýsti yfir ánægju sinni með störf og dugnað fjáröflunarnefndar.
2. Heimasíðan. Þegar ákveðið var að setja upp lokaða síðu var ákveðið að hver og einn félagsmaður fengi sérstakt lylilorð. Á síðasta fundi var hins vegar talað um að hafa eitt lykilorð fyrir alla. Hvernig viljum við hafa þetta? Eftir nokkrar umræður var ákveðið var að hafa einfalda útfærslu á þessu.
3. Stjórnarfrumvarp um réttindi samkynhneigðra til þess að ættleiða börn. Ákveðið að setja inn á heimasíðuna okkar staðreyndir um ættleiðingar samkynhneigðra og vísa til annarra norðurlanda.
4. Umsögn um Frumvarp til laga um breytingar á nokkrum lögum á sviði sifjaréttar. ÍÆ hefur borist erindi frá allsherjarnefnd Alþingis um að gefa umsögn um frumvarpið. Eftir umræður vorum við sammála um það að gera engar athugasemdir.
5. Umsögn um Frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra. ÍÆ hefur einnig borist beiðni frá Alþingi um að veita umsögn um þetta frumvarp. Miklar umræður urðu í stjórninni. Ingibjörg og Guðrún taka að sér að senda umsögn. Íslensk ættleiðing metur ekki umsækjendur né úrskurðar hver fær forsamþykki til ættleiðingar. Hins vegar hefur stjórn áhyggjur af því að fyrirhuguð lagabreyting geti haft slæm áhrif á samstarf við þau lönd sem við erum að ættleiða frá og hindrað ný sambönd.
6. Tekið fyrir bréf frá einhleypri konu sem sendi bréf til stjórnar. Í framhaldi af því urðu umræður um hliðarlista einhleypra. Ingibjörg formaður svarar bréfinu.
7. Komið er að endurnýjun starfsleyfisins í Kolkata. Guðrún útskýrði ferlið sem þarf að fara í gegn um. Starfsmaður væntanlegs sendiráðs í Indlandi kom í heimsókn á skrifstofuna til okkar ásamt konu sinni. Það var ákaflega jákvætt að fá þessa heimsókn og mynda þessi tengsl.
8. Kominn er út bæklingur um ættleiðingar einhleypra.
9. Búið er að skipuleggja fræðslu fram á vor. Um er að ræða þrjá hópa.
10. Önnur mál.
-Spurt um Tékkland. Búið er að senda út eina umsókn og er málið í eðlilegum farvegi.
-Mikil aukning hefur verið á umsóknum um ættleiðingar. Á þessu ári eru 46 umsóknir. Í fyrra voru þær 31. Álag á skrifstofuna hefur aukist í samræmi við þessa fjölgun. Skrifstofan sér um “follow up” skýrslur til Kína og hefur það aukið vinnuna.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Helga Gísladóttir,
Fundaritari.