Stjórnarfundur ÍÆ 28.04.2005
Mættir: Ingibjörg, Gerður, Arnþrúður, Lísa og Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn. Ingvar og Guðmundur voru fjarverandi.
Dagskrá:
1. Fræðsla og heimsókn Lene Kamm.
Lene Kamm var væntanleg í dag en mun koma 18.-20. maí og ætlar að vinna með okkur þann 19. maí. Ákveðið var að halda stjórnarfundinn okkar þá í hádeginu í staðinn fyrir kvöldið. Í framhaldi af þessari umræðu ræddum við að það er töluverð pressa á fræðslunefndina þar sem skv. nýju ættleiðingalögunum er skylda að vera búinn að taka fræðslunámskeið áður en forsamþykki er veitt. Það er því töluverð pressa á okkur að flýta vinnu við nýju fræðsluna. Spurning hvort að það þarf að halda námskeiðin oftar. Hingað til hafa þau verið haldin ca. 5 sinnum á ári. Fólk mun þurfa að borga fyrir þessa fræðslu. Við veltum því upp hvort fólk sem hefur ættleitt áður þarf að fara aftur. Það á að gera það skv. reglugerð. Guðrún er búin að senda fyrirspurn um þetta til ráðuneytisins. Ingibjörg Jónsdóttir mun vinna í sambandi við fræðslumálin fram á vorið en síðan þarf að fá einhverja aðra. Rætt um að mynda tvö teymi, tveir í hvoru teymi. Fræðsluefnið sem verið er að þýða mun koma til yfirlestrar á næstu dögum.
2. Fundur EurAdopt í Den Haag.
Ingibjörg Jónsdóttir fór á fundinn fyrir okkar hönd. Tekin hafa verið inn þrjú ný félög; frá Frakklandi, Austurríki og Þýskalandi. Mikið rætt um siðareglurnar. Á þessum fundi voru lögð fram gögn um alþjóðlegar ættleiðingar, lagt fram innlegg í þá umræðu. Þessi gögn á að leggja fyrir í Haag í september.
Næsta ráðstefna verður haldin í Barcelona á næsta ári 31. mars og 1. apríl. Þar mun m.a. vera tekið fyrir hvernig eigi að vinna á móti einkaættleiðingum. Allar alþjóðareglur miða að því að þessi vinna fari í gegn um löggild félög.
3. Bréf til stjórnar.
Rætt um erindi sem stjórn barst frá félagsmanni. Ingibjörg tekur að sér að svara því.
4. Dómsmálaráðuneytið.
Við þurfum að kynna reglur fyrir ættleiðingarfélög sem Dómsmálaráðuneyti setti þegar félagið var löggilt. Ákveðið að setja þær á síðuna okkar.
5. Siðareglur EurAdopt og NAC.
Láta þýða siðareglur EurAdopt á íslensku og þær settar á síðuna okkar. Lísa tekur að sér þýðingu.
6. Fundur 9. til 10. september Nordic Adoption Council 14 th Nordic Meeting.
Gerður er fulltrúi okkar á fundinn. Ekki komin dagskrá enn. Meginþemað er rannsóknir á ættleiddum börnun. Fundurinn verður í Kaupmannahöfn. Á laugardeginum er boðið upp á fjölda fyrirlestra og er öllum opinn. Gerður telur mjög brýnt að Guðrún starfsmaður fari á fundinn ásamt henni. Ingibjörg Birgis sem sér um fræðsluna hefur áhuga á að fara. Hún mun borga farið sitt sjálf en fer fram á að ráðstefnugjald sé greitt. Ingibjörg Jónsdóttir formaður hefur einnig áhuga á að fara. Ekki þarf að taka ákvörðun um fjölda strax. Tala við Ingvar gjaldkera og sjá hvaða möguleika við höfum. Við vorum sammála um að það væri jákvætt að sem flestir fari. Taka ákvörðun um fjölda á næsta fundi.
7. Bréf til stjórnar frá ritnefnd.
Stjórn hefur borist bréf frá ritnefnd þar sem farið er fram á leyfi til að greiða fyrir greinar og/eða þýðingar í blaðið. Við tökum mjög jákvætt í þessa beiðni. Í umræðum kom fram að það mætti líka láta þýða góðar greinar og birta á heimasíðunni okkar. Fá fulltrúa frá ritnefnd á fund til okkar.
8. Önnur mál.
-Guðrún upplýsti að félagið fékk styrk í styrktarsjóðinn upp á 250 þúsund krónur. Gefandi óskar nafnleyndar.
-Guðrún dreifði sænsku blaði þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um ættleiðingar frá Kína. Þar er t.d. sagt frá því að kínverjar vilja ekki að sendar séu myndavélar þar sem teknar eru myndir af börnunum og fóstrunum áður en foreldrar ná í þau.
-Beiðni hefur komið frá félagsmanni um að setja netföng stjórnarmanna á síðuna. Umræður urðu um málið og niðurstaða sú að engin sérstök ástæða þyki til þess. Ákveðið var að búa til link (e-mail grúppu) fyrir stjórnina í heild þannig að það sé hægt að senda bréf beint til stjórnar.
-DV hafði samband og var að spyrja út í ættleiðingastyrki. Rætt um að blöð hafa oft þann háttinn á að hringja í einhverja og birta síðan efni samtalsins án þess að viðmælandinn hafi gefið leyfi fyrir því og jafnvel ekki vitað að efni samtals yrði birt. Þeir hafa ekki haft samband aftur.
-NAC símafundur er 25. maí.
-Skemmtinefnd er að hittast á morgun. Þær ætla að fara að senda út fréttabréf um starfið framundan. Þær eru farnar að huga að fjölskylduhátíð, eru að hugsa um að hafa hana í september.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.
Helga Gísladóttir.