Hamingjustund
Síðastliðna nótt var lítil fjölskylda að verða til í Tianjin í Kína, þau Bjarni og Sigrún Eva voru að hitta Veigar Lei í fyrsta sinn. Veigar Lei var pínu feiminn þegar hann hitti foreldra sína fyrst, en hann var fljótur að jafna sig. Fjölskyldan átti dásamlega stund saman og er framtíðin björt og spennandi.
Umsókn Bjarna og Sigrúnar var móttekin í Kína 10. febrúar 2014 og voru þau pöruð við drenginn 28. mars. Þau voru því á biðlista hjá CCCWA í 40 daga.
Þetta er fjórða fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Nú hafa 173 börn verið ættleitt frá Kína til Íslands