Barnauppeldi - Höfundur: June Thompson
Hagnýtar leiðbeiningar handa uppalendum. Í bókinni er m.a.kennt: að koma á fastmótuðum venjum, til dæmis hvað varðar svefn, hreinlæti og klæðnað; að stuðla að heilbrigðum þroska og læra að þekkja einkenni sjúkdóma; að sinna tilfinningalegum þörfum barnsins, efla traust og sefa ótta þess; að gera leiktímann skemmtilegan án þess að slakað sé á kröfum um öryggi. Bókin er afar aðgengileg, textinn studdur miklu myndefni.