Máttur tengslanna - Höfundar: Karyn B.Purvis, Ph.D., David R.Cross, Ph.D og Wendy Lyons Sunshine
Að ættleiða barn er einstök upplifun í lífi hverrar fjölskyldu, upplifun sem er jákvæð en getur um leið verið krefjandi. Lykillinn að því að takast á við þau verkefni sem fylgja ættleiðingunni felst í því að sinna börnunum af nærgætni, virða forsögu þeirra og bakgrunn og sýna þeim óendanlega væntumþykju og skilning á þeim aðstæðum sem þau bjuggu við í upphafi.
Bókin er skrifuð af tveimur sálfræðingum sem hafa sérhæft sig í rannsóknum tengdum ættleiðingum og tengslamyndun.
Bókin getur aðstoðað við að:
• Byggja upp kærleiksrík tengsl við ættleidda barnið eða fósturbarnið.
• Takast á við hegðunarvandamál og námsörðugleika með árangursríkum hætti.
• Aga barnið á kærleiksríkan máta án þess að það upplifi að því sé ógnað.
Bókin heitir á frummálinu: The Connected Child - bring hope and healing to your adopted family
Höfundar: Karyn B. Purvis, Ph.D., David R. Cross, Ph.D. og Wendy Lyons Sunshine
Þýðandi: Halla Sverrisdóttir
Faglegur yfirlestur: Guðbrandur Árni Ísberg
Útgefandi: Foreldrafélag ættleiddra barna 2014