Fréttir

Óskabörn - Höfundur: Sigrún María Kristinsdóttir


Ættleiðing er viðkvæmt og afdrifaríkt ferli fyrir lítið barn sem eflaust mun allt sitt líf velta reglulega fyrir sér uppruna sínum og örlögum. Viðmælendur Sigrúnar Maríu Kristinsdóttur eru fagfólk, ættleiddir einstaklingar og fjölskyldur þeirra.
Miklu máli skiptir að hugað sé að öllum þáttum allt frá því kjörforeldrar ákveða að ættleiða barn og að sérfræðingar á borð við kennara, leikskólakennara, barnalækna og félagsfræðinga, séu samtaka í ættleiðingarferlinu og kynni sér það frá öllum hliðum.
Sigrún María tekur hér saman mikilvægar upplýsingar varðandi alla þessa þætti. Meðal þess sem hún fjallar um er umsókn foreldra, ferðirnar út til að sækja börnin, þroski barnanna og uppeldi. Einnig er fjallað um huglægu þættina og þær tilfinningar og hugsanir sem bærast innra með börnunum og kjörforeldrunum.
Viðmælendur Sigrúnar Maríu eru fagfólk, ættleiddir einstaklingar og fjölskyldur þeirra. Sögurnar í bókinni eru einlægar, heiðarlegar og upplýsandi svo bókin er í senn yfirgripsmikill leiðarvísir og hvetjandi lesning fyrir alla sem hafa áhuga á efninu, þekkja til ættleiddra barna eða tengjast þeim á einhvern hátt.

Höfundur: Sigrún María Kristinsdóttir


Svæði