Fréttir

Jólakósý Íslenskrar ættleiðingar 3.desember

Félagsmenn hafa kallað eftir því að hugað sé að eldri kynslóðinni, þá þeim aldri sem endilega hefur ekki áhuga á jólaballi, en vilja samt taka þátt í starfi félagsins.

Í ár ætlum við því að hafa jólagleði fyrir krakka á aldrinum 12-16 ára (miðum við grunnskólaaldur)

Viðburðurinn verður haldinn 3. desember í húsakynnum Íslenskrar ættleiðingar í Skipholti frá klukkan 17-19

Spilavinir ætlar að mæta á svæðið og kenna okkur á skemmtileg spil, en einnig gefst tækifæri til að spjalla og hafa það notalegt með léttum veitingum í anda jólanna.

Starfsmenn Íslenskrar ættleiðingar verða á staðnum, en foreldrar að sjálfsögðu velkomnir með.

Viðburðurinn er félagsmönnum  að kostnaðarlausu, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.
Fyrir utanfélagsmenn kostar 3500 krónur á mann.

 

*síðasti skráningardagur er 29. nóvember

  


Svæði