„...ættleidd börn hafa með sér auka ferðatösku í gegnum lífið" : þjónustuþörf ættleiddra barna við upphaf grunnskóla. Höfundur Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir
Markmið rannsóknarinnar var að kanna þjónustuþörf barna sem ættleidd eru erlendis frá til Íslands þegar þau hefja grunnskóla og hverjar hugsanlegar sértækar þarfir þeirra eru. Rannsóknin var unnin með það að markmiði að auka almenna þekkingu á málefnum ættleiddra barna í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknin fór fram á tímabilinu júní 2012 til október 2012 og fylgir eigindlegum rannsóknarhefðum: Viðtöl voru tekin við sex foreldrapör sem samtals eiga tólf ættleidd börn. Jafnframt voru tekin viðtöl við sex kennara sem allir höfðu reynslu af móttöku ættleiddra barna erlendis frá í bekkinn sinn á fyrstu árum grunnskólans. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að reynsla og upplifun fyrir ættleiðingu geta haft áhrif á líf ættleiddra barna í langan tíma eftir ættleiðingu. Þetta gefur vísbendingar um að tilfinninga- og félagsleg vegferð, málþroski, almenn námsframvinda og stýrikerfi (e. executive functioning) séu þættir sem æskilegt er að fylgjast vel með í fari ættleiddra barna á fyrstu árum grunnskólans. Með stýrikerfi er átt við þá vitsmunalegu ferla sem aðstoða einstaklinginn við að tengja saman það sem hann er að gera í núinu við reynslu úr fortíðinni. Að auki má leiða að því líkum að ættleidd börn hafi þörf fyrir gott skipulag og að hafa yfirsýn yfir það sem framundan er. Vísbendingar eru um að máltaka ættleiddra barna gangi almennt vel og að börnin nái ágætum tökum á daglegu máli. Hins vegar gefa niðurstöðurnar ástæðu til að ætla að ættleidd börn eigi heldur erfiðara með skólamálið, það er það mál sem tengist námi og kennslu, og að þar þurfi skólasamfélagið að fylgjast vel með. Jafnframt er hægt að draga þá ályktun að möguleiki sé á að ættleidd börn geti átt í einhverjum vandræðum með stýrikerfi sitt. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að þekking á málefnum og þörfum ættleiddra barna er ekki almenn meðal kennara á yngsta stigi grunnskólans.
The aim of this study was to assess whether adopted children are in need for additional services at the beginning of primary school and, if so, which those needs are, and which approaches can be used to meet the children‘s needs. Another goal of this research was to increase the general knowledge concerning issues facing adopted children, adopted to Iceland from foreign countries at the beginning of mandatory schooling The study is a qualitative interview study using semi-structured interviews The interviewees were six parent pairs, who all in all had twelve adopted children, six teachers all of whom had experience of being class teacher of adopted children at the beginning of primary school. The results showed that the experiences adopted children gain during the first months of their lives, before the adoption, may influence their lives for a long time after the adoption and even their whole life. The results also indicate that factors such as social and emotional welfare, language development, educational process and executive functioning are factors that should be kept in mind during the early years of primary school. By looking at the results the assumption can be made that most adopted children have a need for good planning and an overview of what lies ahead. The results indicate that adopted children fly through language acquisition of the second language and that they gain an excellent grasp of everyday language. However, the results also provide a reason to believe that adopted children struggle more with the school language after they have reached middle school. Furthermore, the results indicate that most primary school teachers do not appear to possess any extensive knowledge of issues concerning adopted children.