Fréttir

Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu. Höfundur Aðalbjörg Gunnarsdóttir

Í þessari meistararitgerð er gerð grein fyrir upplifun hreyfihamlaðra foreldra af foreldrahlutverkinu og aðgengi hreyfihamlaðs fólks að foreldrahlutverkinu í þeim tilfellum þar sem hreyfihamlaðar konur geta ekki gengið í gegnum meðgöngu og fæðingu vegna skerðingar sinnar. Sérstök áhersla er á aðgengi að foreldrahlutverkinu í gegnum ættleiðingakerfið og löggjöf sem snýr að ættleiðingu barna erlendis frá. Um eigindlega rannsókn er að ræða sem byggir á greiningu opinberra gagna og opinna viðtala við 11 hreyfihamlaða einstaklinga, átta foreldra og þrjá barnlausa einstaklinga. Þá var tekið viðtal við starfsmann sem vinnur í ættleiðingakerfinu. Helstu niðurstöður sýna að aðgengi hreyfihamlaðs fólks sem ekki getur átt börn að foreldrahlutverkinu í gegnum ættleiðingar er takmarkað. Til að möguleiki þeirra verði meiri, það er að draumur þeirra um barn rætist og að þeir fái tækifæri til að upplifa foreldrahlutverkið þarf að eiga sér stað viðhorfsbreyting í garð hreyfihamlaðs fólks varðandi foreldrahlutverkið. Einnig þyrfti að koma til breyting á löggjöf um ættleiðingar, bæði hérlendis og erlendis, því erlendu ríkin hafa hvert um sig sínar reglur. Þeir þátttakendur rannsóknarinnar sem áttu börn nutu þess að takast á við foreldrahlutverkið. Það var þeim mikils virði að upplifa jákvætt viðhorf og að trú væri höfð á hæfni þeirra sem foreldra. Þeir fengu hentugan stuðning varðandi umönnun barna sinna sem tók mið af þörfum foreldranna hverju sinni og voru þeir allir ánægðir með þann stuðning sem þeir fengu og þá einstaklinga sem veittu stuðninginn. Stuðningurinn var ýmist veittur af fjölskyldumeðlimum eða af kerfinu í formi liðveislu og notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Foreldrarnir komu sér upp aðferðum sem auðvelduðu þeim líkamlega umönnun barna sinna og voru samhentir í uppeldishlutverkinu.

Abstract This M.A. thesis is about mobility impaired people and parenthood. It examines the accessibility of parenthood for mobility impaired people who are unable to endure pregnancy and childbirth and their experience and how they deal with parenthood. Special emphasis is placed on the adoption system and the laws and regulations regarding the adoption of children from abroad. This is a qualitative research which is based on analysing open interviews with mobility impaired people. Eight of the participants were parents and three childless. An interview was also taken with a staff member of the adoption system in Iceland. The results indicate that the mobility impaired people have limited access to parenthood through adoption. To increase theirs chance of making dreams come true, and becoming parents, it is necessary that the adoption laws and regulations will be amended, that however might not be enough as the main obstacle comes from other countries. The mobility impaired parents that participated in the research were seen to enjoy parenthood. It was very important for them to experience positive attitudes and belief in their abilities as parents from the people around them. The parents claimed to have received suitable support from their families and the social system enabling them to care and provide for their children. This support was satisfactory according to the participants. The parents also developed their own practical solutions to provide and ensure the safety of their children.

Aðgengi að og upplifun hreyfihamlaðs fólks af foreldrahlutverkinu


Svæði