Ættleiðing erlendra barna á Íslandi Aðlögun og samskipti í fjölskyldum og leikskólum. Höfundar Hanna Ragnarsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir
Greinin fjallar um fyrstu niðurstöður úr eigindlegri langtímarannsókn á högum, aðbúnaði og aðlögun ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Tuttugu fjöl- skyldur, sem hafa ættleidd börn frá útlöndum, taka þátt í rannsókninni sem hófst árið 2005. Tíu barnanna í rannsókninni voru ættleidd árið 2002 og önnur tíu árið 2004. Á um það bil tveggja ára fresti eru tekin viðtöl við foreldra og kennara í leik- og grunn- skólum barnanna. Einnig er fyrirhugað að taka viðtöl við börnin sjálf. Áætlað er að rannsóknin standi fram á unglingsár barnanna. Rannsókninni er m.a. ætlað að skilja reynslu foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum, varpa ljósi á hvernig móttöku barnanna var háttað og hvernig börnunum gengur að aðlagast nýju samfélagi. Í greininni verður sérstakri athygli beint að aðlögun og tengslum barnanna í fjölskyldum og leikskólum ásamt væntingum foreldra og leikskólakennara til grunnskólagöngu þeirra.
Ættleiðing erlendra barna á Íslandi Aðlögun og samskipti í fjölskyldum og leikskólum.