Fréttir

Alþjóðlegar ættleiðingar og siðferðileg álitamál. Höfundur Telma Hlín Helgadóttir

Útdráttur
Í þessari heimildarritgerð verður fjallað um alþjóðlegar ættleiðingar og ástæður þess að
börnum eru fundin heimili í öðru landi en þau fæðast í og hvaða skýringar liggja þar að baki.
Einnig verður gerð grein fyrir siðferðilegum álitamálum sem tengjast alþjóðlegum
ættleiðingum.
Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að meginástæður fyrir alþjóðlegri ættleiðingu barna
eru fjölþættar en þær helstu eru fátækt, ríkjandi óskir og viðhorf í upprunaríkjum um að
eignast sveinbörn, ójöfnuður á milli uppruna- og viðtökuríkja og mismunun einstaklinga
vegna kyns eða stöðu. Börn eru einnig gefin til ættleiðinga af kynforeldrum sem vilja tryggja
börnum sínum möguleika á betri framtíð en þau sjá fram á að geta boðið þeim sjálf. Helstu
siðferðilegu álitamál er tengjast alþjóðlegum ættleiðingum er að stór hluti þeirra barna sem
eru alþjóðlega ættleidd eiga foreldra á lífi og hefur verið hafnað við fæðingu vegna kynferðis
eða stöðu. Upp hafa komið mál þar sem viðskiptalegir hagsmunir virðast hafa verið látnir
ráða för og ekki farið að lögum og alþjóðasamningum. Alþjóðlegar ættleiðingar hafa einnig
verið bitbein á vettvangi alþjóðastjórnmála. Þau siðferðilegu álitamál sem upp hafa komið
sýna fram á mikilvægi þess að vel og faglega sé staðið að alþjóðlegum ættleiðingum og að
hagsmunir barna skulu hafðir í forgrunni.

Lykilorð: Alþjóðlegar ættleiðingar, börn, siðferði, fátækt, mismunun, félagslegt réttlæti

Alþjóðlegar ættleiðingar og siðferðileg álitamál


Svæði