“Ertu ekki glöð að vera ættleidd?”
Fimmtudaginn 20. febrúar, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem ber nafnið „Ertu ekki glöð að vera ættleidd?“ Þær Dísa og Kæja sem eru 24 og 25 ára Íslendingar ættleiddar frá Indlandi verða með það erindi.
Þær ætla að deila sinni reynslu af því að vera ættleiddar til Íslands, bæði áskorunum og styrkleikum. „Við erum báðar mjög týpískir Íslendingar, borðum ís þegar það er kalt, förum á Þjóðhátíð og erum stoltar af landinu okkar en þar sem við erum ættleiddar og höfum öðruvísi útlit er okkar upplifun ekki sú sama og hjá þessum týpíska Íslendingi“, segja þær í kynningunni á sjálfum sér. Þær munu einnig koma inná ólíkar skoðanir á uppruna sínum og svara spurningum ef einhverjar eru
Allir velkomnir og einnig velkomið að taka börn og unglinga með sér til að hlusta á þær stöllur deila reynslu sinni og sýn.
Fræðslan hefst klukkan 18.00 fimmtudaginn 20.febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Frítt er fyrir félagsmenn en kostar 1000 krónur fyrir aðra.