Ættleiðing og upprunaleit
Mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar var haldinn 27. október sl. á Hilton hóteli. Brynja M. Dan Gunnarsdóttir hélt erindi um hvernig er að vera ættleidd á Ísland og upprunaleit. Mætingin var einstaklega góð, bæði þeirra sem mættu á staðinn og þeirra sem fylgust með á netinu. Að loknu erindi Brynju Dan urðu góðar, áhugaverðar og gagnlegar umræður. Fólk virtist mjög ánægt með erindi og frammistöðu Brynju Dan. Íslensk ættleiðing þakkar Brynju Dan fyrir hennar framlag og öllum þeim sem mættu á erindið eða fylgdust með því á netinu.