Fréttir

Breyttir tímar - þjónusta og þjónustugjöld á nýju ári

Þjónusta Íslenskrar ættleiðingar hefur tekið miklum breytingum síðastliðin misseri og breyttust þjónustugjöld félagsins nú um áramótin.
Í þessari fræðslu fara Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins yfir helstu breytingar og forsendur þjónustugjaldanna.

Fræðslan hefst klukkan 20.00 þriðjudaginn 21.janúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.

Fræðslan er ókeypis og öllum opin.

Einnig verður boðið uppá að horfa á erindið á netinu en þá þarf skráning að berast í síðasta lagi kl 16:00 sama dag og erindið er.


Svæði