Frábær fyrirlestur í sumarveðri
Steinn Stefánsson hélt frábæran fyrirlestur sl. laugardag kl. 11:00 um reynslu þeirra Selmu Hafsteinsdóttur konu hans að ættleiða dreng frá Tékklandi, en þau komu heim rétt fyrir síðustu jól. Í fyrirlestri sínum lagði Steinn sérstaka áherslu á það hvernig það er að vera karlmaður í þessari stöðu. Þrátt fyrir frábært veður þennan laugardagsmorgun var mætingin mjög góð og var það sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir karlmenn mættu. Þá var ákveðinn hópur sem fylgdist með á netinu. Á meðan og í kjölfar fyrirlestursins spunnust líflegar og gagnlegar umræður.
Íslensk ættleiðing vill þakka Steini kærlega fyrir fyrirlesturinn.