Fyrirlestur um vináttuna 14.október kl 18:00
Fyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar þann 14. október næstkomandi klukkan 18.00.
Við ætlum að fjalla um vináttuna og fyrirlesarinn er Lilja Eivor.
Lilja Eivor hefur unnið með börnum og unglingum í 10 ár. Hún vinnur hjá fyrirtækinu Kvan þar sem hún er m.a. með "Vináttufærnis-námskeið". Á þessum námskeiðum er unnið með félagsfærni og sjáfseflingu barna.
Í fyrirlestri sínum hjá okkur mun Lilja fara yfir það hvernig foreldrar geta stuðst við börnin sín í vináttu og eflt félagsfærni þeirra. Hún mun einnig fara yfir hvaða hlutverk foreldrar spila í vináttu barna sinna og hvaða ráð reynast börnum skýr og auðveld.
Við ætlum að hittast í nýjum húsakynnum Framvegis, sem er flutt í Borgartún 20.
Einnig verður boðið uppá að horfa á erindið á netinu en þá þarf skráning að berast í síðasta lagi kl 16:00 sama dag og erindið er.
Fyrirlesturinn er félagsmönnum að kostnaðarlausu en kostar 1000 krónur fyrir aðra.
Hlökkum til að sjá ykkur.