Fréttir

Sterkari sjálfsmynd - námskeið fyrir 10-12 ára stelpur

Stelpur - tíu skref að sterkari sjálfsmynd
Stelpur - tíu skref að sterkari sjálfsmynd

Kristín Tómasdóttir heldur námskeið fyrir stelpur 10-12 ára sem hún byggir á nýjustu bók sinni Stelpur- tíu skref að sterkari sjálfsmynd.  Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd þátttakanda og leggur Kristín áherslu á þrennt: 
1) Hvað orðið sjálfsmynd merkir.
2) Hvernig þú getur lært að þekkja eigin sjálfsmynd.
3) Leiðir til þess að standa vörð um sjálfsmynd sína.

Áhersla verður lögð á áhrifaþætti sem geta haft mjög mótandi áhrif á sjálfsmynd stelpna. Notast verður við hugræna atferlisnálgun þar sem jákvæðar og neikvæðar hliðar þessara áhrifaþátta verða skoðaðar og þátttakendum kennt að fókusera á hið jákvæða.

Námskeiðið verður haldið sunnudaginn 29.11. kl. 10.00 -12:00 í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar, Skipholti 50 b.

Þátttökugjald félagsmanna er kr. 1.350.- .

Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 2.750.- .  


Svæði