Foreldrar skuldbinda sig til veita yfirvöldum á Indlandi upplýsingar um hvernig barninu vegnar á Íslandi eftir ættleiðingu. Alls eru sendar sex eftirfylgniskýrslur, fjórar fyrsta árið eftir heimkomu barnsins og tvær skýrslur annað árið.
Félagsráðgjafi heimsækir fjölskylduna og fylgir leiðbeiningum CARA um hvað skal skoða í hverri heimsókn (sjá Schedule - 11). Skýrslurnar eru sendar til CARA ásamt myndum úr lífi fjölskyldunar.
Ef vandamál koma upp varðandi tengslamyndun eða aðlögun barnsins eftir ættleiðingu er móttökulandið skuldbundið til að veita ráðgjöf og stuðning.