Börn með skilgreindar þarfir í Kína

Samstarf Íslenskrar ættleiðingar og kínverska miðstjórnvaldsins um ættleiðingar á börnum með skilgreindar þarfir hófst árið 2007 og hafa nú þegar verið ættleidd 58 börn sem hafa verið skilgreind sem börn með skilgreindar þarfir.

Þegar umsækjendur óska eftir að sækja um að ættleiða barn með skilgreindar þarfir, þarf að sækja sérstaklega um leyfi hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Umsókn er skilað inn til Íslenskrar ættleiðingar sem sendir hana til sýslumannsembættisins.
Félagið mælir með því að umsækjendur fari í viðtal hjá sérfræðilækni félagsins sem getur svarað spurningum sem vakna við að fylla út í gátlista sem þarf að fylgja með umsókn.
Einnig er hægt að fá að hitta fjölskyldu sem hefur reynslu af því að ættleiða barn með skilgreindar þarfir.

Á læstri vefsíðu CCCWA eru upplýsingar um börnin sem eru með skilgreindar þarfir og eru laus til ættleiðingar. Reglulega eru upplýsingar á vefsíðunni uppfærðar og er Íslenskri ættleiðingu tilkynnt um það með góðum fyrirvara. Starfsmenn félagsins kynna sér upplýsingarnar um börnin og upplýsingarnar af gátlistanum sem umsækjendur fylltu út. Ef næst að para barn við umsækjendur eru læknisfræðilegar upplýsingar bornar undir lækni, sem gefur álit sitt. Upplýsingarnar eru kynntar umsækjendum og þeir fá tækifæri til að ráðfæra sig við lækninn.
Umsækjendur þurfa að vera búnir að taka ákvörðun um hvort þeir vilja ættleiða barnið innan 72 klukkutíma.
Ef umsækjendur ákveða að ættleiða barnið, óskar Íslensk ættleiðing eftir viðbótarupplýsingum um barnið og ferðaundirbúningur hefst.
Ef umsækjendur taka hins vegar ákvörðun um að halda ekki áfram með ættleiðingu barnsins, hefur það ekki áhrif á umsókn umsækjenda.

Gátlisti vegna umsóknar um barn með skilgreindar þarfir

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
Þróun máls og tals
Almenn málörvun barna
Bæklingur um börn fædd með skarð í vör og/eða gómi 
Breið Bros 
Neistinn - styrktarfélag hjartveikra barna

 

 

 

 

Svæði