Fréttir

„Mamma, ég vildi að mamma mín og pabbi á Indlandi gætu komið í afmælið mitt“ : hversu mikilvæg er þekking ættleiddra barna á upprunamenningu sinni. Höfundur Lena Gunnlaugsdóttir

Nú á dögum heyra ættleiðingar innanlands á Íslandi nánast sögunni til og eru ættleiðingar á milli landa sífellt algengari. Því fylgir mikill munur upprunamenningar ættleiddra barna og foreldra þeirra en þekking á henni getur skipt sköpum þegar kemur að sjálfsmynd barna. Í ritgerð minni leita ég svara við því hversu mikilvæg þekking ættleiddra barna er á upprunamenningu sinni. Í henni er fjallað um sögulega sýn og hugmyndafræði ættleiðinga almennt á Vesturlöndum sem og á Íslandi og tengslamyndun ættleiddra barna við foreldra og aðra sem þeim tengjast. Aðalkaflinn er um sjálfsmynd ættleiddra barna, hlutverk foreldra og leikskóla í að fræða ættleidd börn um uppruna sinn, mismunandi viðhorf foreldra til fræðslunnar og loks hvert fólk getur leitað sér upplýsinga um málefnið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að opin umræða heima fyrir sem og annars staðar efli sjálfstraust ættleiddra barna sem gerir þeim kleift að takast betur á við þá fordóma og misrétti sem þau kunna að mæta.

„Mamma, ég vildi að mamma mín og pabbi á Indlandi gætu komið í afmælið mitt“ : hversu mikilvæg er þekking ættleiddra barna á upprunamenningu sinni


Svæði