Fréttir

Að hreyfa sig og hjúfra - Höfundur: Þóra Þóroddsdóttir


Bókin er að sögn Þóru um skynjun okkar allra og þjóðveginn eða hraðbrautina sem við flest kjósum að fara. "Hún er um leiðina, sem barnið velur óafvitandi til vaxtar og þroska og um það hvernig við sækjum á brattann og þreifum fyrir okkur til að ná áttum og lifa í samhljómi við líðandi stund,"

Þóra hefur verið sjúkraþjálfari í færeyska skólakerfinu og sinnt þar fyrst og fremst hreyfifötluðum börnum, börnum með alvarlega en afmarkaða og skilgreinda fötlun. Smám saman lengdist biðlisti þeirra barna sem ekki höfðu fengið greiningu og höfðu ekki sjáanlega fötlun, m.a. barna sem voru líkamlega lingerð og þunglamaleg, höfðu veikt sjálfsálit, viðkvæm og áttu erfitt með að einbeita sér en voru að öðru leyti venjuleg og greind börn. Þóra segir að þessi börn hafi fyllt huga sinn og hún hafi fundið hjá sér hvöt til að grípa í taumana og segja frá.

Í bókinni kallar hún þessi börn skynreiðubörn, en hún hafi valið orðið reiða sem andstæða óreiðu. "Þetta eru börn sem eiga erfitt með að vinna úr þeirri fjölbreytilegu reynslu sem við í sífellu og látlaust verðum fyrir þannig að úr verði skipulögð heild," sagði Þóra en hún telur að ekki færri en eitt til tvö börn í hverri bekkjardeild og hverri leikskólastofu eigi í þessum örðugleikum.

Þóra segir flest skynreiðubörn hafa átt of væra fósturtilveru og þau fæðist reynslusnauð á tveimur skynsviðum, snertiskyni og þyngdarskynsviði. Þau reyni ekki að vinna upp það sem þau hafi farið á mis við heldur fara sér hægt og verjast áframhaldandi áreiti.

Í bókinni er stuðst við rannsóknir og niðurstöður erlendra fræðimanna, en undirrót textans er skoðun Þóru og meðferð á u.þ.b. 250 færeyskum börnum


Svæði