Aðalfundarboð
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 í stofu 201, fimmtudaginn 25. mars 2010, kl. 20. Fundarboð hefur verið sent til félagsmanna í pósti.
Ágæti félagsmaður.
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík að Ofanleiti 2 í stofu 201, fimmtudaginn 25. mars 2010, kl. 20. Hér með eruð þér boðaðir til fundarins.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3. Kjör stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Lagabreytingar.
6. Önnur mál.
Bornar verða upp tvær lagabreytingartillögur.
1. Lagt er til að gerðar verði breytingar á 1. grein í lögum félagsins þannig að í stað orðanna Ármúla 36, 108 Reykjavík standi í Reykjavík. Greinin hljóði því þannig í heild sinni: Félagið heitir Íslensk ættleipng heimili þess er í Reykjavík
2. Lagt er til að gerð verði breyting á 1. málsgrein 7. greinar laga félagsins með þeim hætti að í stað orðsins bréflega standi orðin sannanlegum hætti. Málsgreinin hljóði því þannig í heild sinni: Aðalfundur skal haldinn í marsmánuði ár hvert. Skal hann boðaður með sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara.
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar óskar þess að þér sjáið yður fært að mæta til fundarins þar sem rædd verða mikilvæg mál og ákvarðanir teknar um þau.
Með kveðju,
f.h. Íslenskrar ættleiðingar
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri