Fréttir

Aðalfundur 2024 - 20.mars 2024

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 20. mars 2024, kl. 20:00.

Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir:

1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar. 
3. Kjör stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Breytingar á samþykktum félagsins. 
6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

Við breytingar á reglugerð um ættleiðingarfélög 1.október 2023 hefur orðið sú breyting að stjórn félagsins skal vera skipuð 5 mönnum hið minnsta, sjá reglugerð með breytingum hér. En í samþykktum félagsins kemur fram að stjórn skuli skipuð 7 mönnum og þarf því á aðalfundi að leggja til breytingu á samþykktum í samræmi við breytingar á reglugerð.

Um breytingar á samþykktum félagsins:
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31.janúar ár hvert á isadopt@isadopt.is.

Í samræmi við breytingar á reglugerð eru þá tvö stjórnarsæti laus til kosningar á næsta aðalfundi og er vakin athygli á að framboðsfrestur til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins í síðasta lagi til kl. 20:00 þann 6.mars og skal senda framboð til félagsins á netfangið isadopt@isadopt.is.

Úr samþykktum Íslenskrar ættleiðingar

7. grein
Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum
sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með
sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins
skal lagður fram til samþykktar.
Kjör stjórnar.
Ákvörðun árgjalds.
Breytingar á samþykktum félagsins.
Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir.
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta
lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði.
Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur
vikum fyrir aðalfund.

Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðenda eða 2/3
félagsmanna. Skulu þeir boðaðir bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði
skal koma fram tilefni fundarins.

 

 

 

 


Svæði