Af hverju vissi ég það ekki?
Íslenskri ættleiðingu var boðið að taka þátt í hlaðvarpinu Af hverju vissi ég það ekki?, en þetta er 3ja þáttaröð um ættleiðingar frá ýmsum hliðum. Elísabet framkvæmdarstjóri félagsins og Rut félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hjá félaginu hittu aðstandendur hlaðvarpsins síðasta mánudag og fórum aðeins yfir ferlið sem verðandi foreldrar þurfa að fara í gegnum, tímann sem það tekur, hvaðan er verið að ættleiða og fleiri áhugaverð atriði tengd ættleiðingum. Í framhaldinu verður svo talað við foreldri sem hefur farið í gegnum ferlið og einnig ættleiddan einstakling, til að fá mismunandi sjónarhorn á ættleiðingar.
Fyrsti þátturinn kom út í gær og munum svo næstu 2 þættir koma á næstu vikum.
Við hvetjum ykkur til að hlusta á hlaðvarpið, hægt er að hálgast það hér