Fréttir

Áskorun vegna hörmunganna í Kína

Í ljósi hörmunganna í Kína vill fjáröflunarnefnd ÍÆ hvetja félagsmenn til að leggja inn á reikning Íslenskrar ættleiðingar núna í vikunni því ætlunin er að senda peningaaðstoð í byrjun næstu viku til CCAA, kínversku ættleiðingarmiðstöðvarinnar. Þúsund kallinn gæti skipt sköpum!

CCAA hefur yfirumsjón með öllum barnaheimilum í Kína og á hamfarasvæðinu þarf að byggja skýli fyrir þau börn sem hafa misst foreldra sína, veita þeim fæði og klæði og finna heimili til að taka við þeim á meðan verið er finna aðrar lausnir.

Reiknisnúmerið er 525-14-604666 - kt. 531187-2539, allir peningar sem koma inn renna óskiptir til velferðarverkefna á vegum CCAA

Með von um góð viðbrögð 
Fjáröflunarnefnd Íslenskrar ættleiðingar


Svæði