Fréttir

Barna- og unglingastarf

Spennandi barna- og unglingastarf framundan.
Spennandi barna- og unglingastarf framundan.

Í haust ætlar Íslensk ættleiðing af stað með barna- og unglingastarf.  

Markmiðið með starfinu er að vinna með sjálfsmynd og skapa vettvang fyrir börn og unglinga til að hitta jafnaldra sína með sambærilega reynslu að baki. Lagt verður upp með að hafa samverustundirnar skemmtilegar með fjölbreyttri afþreyingu. Einnig verður unnið með verkefni og leiki þar sem áhersla verður lögð á vináttu, samskipti, hópefli, sjálfstraust og sjálfsmynd. Börnunum verður skipt upp í tvo hópa, 8-11 ára og 12-14 ára.  

Þeir sem stýra verkefninu eru Rut Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður Íslenskrar ættleiðingar og Ragnheiður Helgadóttir frístundaleiðbeinandi og kennaranemi. Rut hefur mikla reynslu í vinnu með börnum, bæði á vegum félagsþjónustu og Barnaverndar.  Ragnheiður er ættleidd frá Sri Lanka og hefur mikla reynslu af starfi með börnum og unglingum. 

Sambærileg dagskrá verður fyrir báða hópana. Í fyrsta tímanum ætlum við að hittast í Spilavinum, byrja á að kynnast hvert öðru áður en við fáum spilakennslu. Borðum svo saman áður en haldið verður heim á leið. Annar tíminn verður í jóga en þá erum við búin að til liðs við okkur jógakennara sem hefur reynslu af því að  vinna með börnum. Þá ætlum við einnig að borða saman. Þriðji tíminn verður ákveðinn í samráði við hópana og sá tími nýttur einnig til að leggja drög af starfinu á vorönn í samvinnu við hópinn.

Dagsetningar fyrir yngri hóp (8-11 ára) eru eftirfarandi: 14. september, 12. október og 16. nóvember. Við verðum saman frá klukkan 17.30 – 19.30. Dagsetningar fyrir eldri hóp (12-14 ára) eru eftirfarandi: 18. september, 16. október og 20. nóvember. Við verðum saman frá klukkan 17.30 – 19.30. 

Þátttökugjald er 3000 krónur fyrir félagsmenn en 12.000 krónur fyrir aðra. 

Skráning 
Lokadagur skráningar er 7. september.  

Ykkur er velkomið að hafa samband við rut(hjá)isadopt.is eða í síma 5881480 ef þið viljið frekar upplýsingar. 

 

 


Svæði